Nýtt myndband frá Cheddy Carter

Hljómsveitin Cheddy Carter samanstendur af þremur meðlimum, sem jafnframt eru meðlimir hljómsveitarinnar Original Melody: Fonetik Simbol, Immo og Charlie Marlowe. Síðastliðinn nóvember sendi þríeykið frá sér EP plötuna Hors D’oeuvres, en plötuna má hlýða á hér fyrir neðan.

https://soundcloud.com/lowkeyrecords/sets/cheddy-c…

Nú vinnur sveitin að nýrri EP plötu sem mun bera titilinn ‘Yellow Magic’. Í tilefni þess gaf Cheddy Carter út lagið 42 í dag, ásamt myndbandi.

Titill lagsins er tilvísun í bókina The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams. Í bókinni lýsir ofurtölvan Deep Thought því yfir, eftir margra ára útreikning, að tilgangur lífsins sé 42.

Í laginu er tilgangi lífsins ásamt eðli hamingjunnar ígrundað af röppurunum tveimur.

Auglýsing

læk

Instagram