„Sem Íslandsmeistari fæ ég alltaf smá forskot.“—Ari Bragi Kárason (SKE Sport)

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í Kaplakrika og þá í því augnamiði að spjalla við Ara Braga Kárason—sprettharðasta mann Íslandssögunnar—(sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Í myndbandinu fer Ari Bragi yfir grunnatriði spretthlaups* en líkt og fram kemur í myndbandinu nýtur Ari Bragi, sem Íslandsmethafi, ákveðins forskots:

„Flestir þurfa að byrja með hendurnar fyrir aftan ráslínuna en þar sem ég á Íslandsmetið fæ ég alltaf smá forskot. Maður fær það ef maður …“

– Ari Bragi Kárason

Ari Bragi hefur verið í hvíld síðastliðna þrjá mánuði en stefnir að því að byrja æfa aftur í haust. 

*Leiðbeiningarnar í myndbandinu eru grín og spuni.

Auglýsing

læk

Instagram