Sigur Íslands á Englandi er nú orðinn að Legó stuttmynd

[the_ad_group id="3076"]

Kubbakvikmynd eða „Brickfilm“ er kvikmynd sem er gerð með legókubbum eða öðrum plastkubbum þar sem notast er við „stopmotion“ tækni (ljósmyndum er skeytt saman til þess að mynda hreyfimynd).

Í gær kom út kubbakvikmynd um sigur Íslands á Englandi á Youtube rásinni Slash Football en í myndinni eru helstu atvik leiksins reifuð í legóformi.

Lýsing legóþulsins verður einnig að teljast sérstaklega vel heppnuð. Í sókn liðsins sem leiddi til seinna mark Íslendinga er líkt og að þulurinn sé að lesa upp úr gömlu íslensku handriti eða að herma eftir ritstíl J.R.R. Tolkien í Hringadróttinsögu.

„Guðmundsson son of Guðmar puts it into Sigurðsson son of Sigurð into Böðvarsson son of Böðvar who sets up Sigþórsson son of Sigþór.

– Legóþulur

[the_ad_group id="3077"]

Nú er bara að vona að sambærileg stuttmynd verði gerð um sigur Íslands á Frakklandi.

Legó Ísland!

Auglýsing

læk

Instagram