Auglýsing

Sigur Íslands á Englandi er nú orðinn að Legó stuttmynd

Kubbakvikmynd eða „Brickfilm“ er kvikmynd sem er gerð með legókubbum eða öðrum plastkubbum þar sem notast er við „stopmotion“ tækni (ljósmyndum er skeytt saman til þess að mynda hreyfimynd).

Í gær kom út kubbakvikmynd um sigur Íslands á Englandi á Youtube rásinni Slash Football en í myndinni eru helstu atvik leiksins reifuð í legóformi.

Lýsing legóþulsins verður einnig að teljast sérstaklega vel heppnuð. Í sókn liðsins sem leiddi til seinna mark Íslendinga er líkt og að þulurinn sé að lesa upp úr gömlu íslensku handriti eða að herma eftir ritstíl J.R.R. Tolkien í Hringadróttinsögu.

„Guðmundsson son of Guðmar puts it into Sigurðsson son of Sigurð into Böðvarsson son of Böðvar who sets up Sigþórsson son of Sigþór.

– Legóþulur

Nú er bara að vona að sambærileg stuttmynd verði gerð um sigur Íslands á Frakklandi.

Legó Ísland!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing