Sjáðu glæsilega HM auglýsingu undir leikstjórn Hannesar Þórs

Auglýsing

Í gærkvöld (11. júní) rataði ofangreind auglýsing á Youtube en um ræðir nýja Coca-Cola auglýsingu undir leikstjórn landsliðsmarkmanns Íslendinga, Hannesar Þórs Halldórssonar. 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Coca-Cola tók verkefnið sjö mánuði í framleiðslu, útheimti 13 tökudaga og óendanlegt magn vinnustunda:

 „Þetta er ein stærsta og umfangsmesta sjónvarpsauglýsing sem framleidd hefur verið á Íslandi og ætti að hjálpa landsmönnum að komast í hárrétt hugarástand fyrir HM.“

– Fréttatilkynning

Ásamt liðsmönnum landsliðsins í fótbolta skartar auglýsing einnig glás af þjóðþekktum einstaklingum: Gummi Ben, Eiður Smári, Jón Páll Sigmarsson, Sunna Tsunami Davíðsdóttir, Gunnar Nelson, Sara Sigmundsdóttir og Emmsjé Gauti bregða öll fyrir í myndbandinu. 

Auglýsing

Hér fyrir neðan er svo skemmtilegt “making-of” myndband sem veitir innsýn í þetta stóra og viðamikla verkefni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram