„Stór plata í vændum í byrjun næsta árs.“—SKE kíkir á rúntinn með Daða Frey

Auglýsing

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Daða Frey Péturssyni en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Ásamt því að ræða góða tónlist, Twitter og íslenskt rapp, þá barst væntanleg plata Daða Freys einnig í tal. Eins og kemur fram í viðtalinu hyggst söngvarinn gefa út stóra plötu í byrjun næsta árs, þ.e.a.s. ef allt gengur upp:

„Ég ætla gefa út stóra plötu sem kemur vonandi út í byrjun næsta árs. Ég er, hins vegar, eiginlega ekki byrjaður á henni—þannig að það gæti allt farið til fjandans. Mig langar að gera 13-14 laga plötu og vera sjálfur á 2-3 lögum, einn, og síðan vera með mismunandi fók á öllum hinum lögunum: gera svona „collaboration“ plötu.“

– Daði Freyr Pétursson

Auglýsing

Hér fyrir neðan eru svo nokkur lög sem heyra má í ofangreindu viðtali.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram