Sýrland býður hljómsveitum í tökur (25-30 mín af hljóð- og myndefni)

Fréttir

Vikuna 10. til 14. desember vinna útskriftarnemendur Sýrlands í kvikmyndatækni og hljóðtækni sérstakt lokaverkefni þar sem fyrrnefndir nemar taka upp lifandi flutning hljómsveita—líkt og um væri að ræða lifandi útsendingu í sjónvarpi:

„Tónleikarnir verða þannig hljóðblandaðir og klipptir á staðnum eins og ætlast væri til í raunverulegum aðstæðum en eru þó ekki sendir út og efnið verður aldrei birt á vegum nemenda, Stúdíó Sýrlands eða Tækniskólans, en þessir síðast nefndu eru framkvæmdaaðilar námsins.“ (Tilkynning Sýrlands, sjá hlekk neðst)

Þrjár hljómsveitir koma fram á hverjum degi og verður hverri hljómsveit úthlutað sviðsmanni, mónitormanni og FOH („front of house engineer“): „Hljómsveitir fá sándtjekk tíma sem verður ríflegur, því þetta eru jú nemendur sem eru ekki alveg hoknir af reynslu (ennþá!) og svo tíma til að koma fram sama kvöld. Þetta verður ákveðið með góðum fyrirvara. Hver hljómsveit má bjóða áheyrendum að koma en athuga þarf að sætaframboð er mjög takmarkað.“

Líkt og fram kemur í tilkynningu Sýrlands er ætlast til þess að allir tónlistarmenn/konur mæti stundvíslega og séu þolinmæðin uppmáluð í sándtjekki og aftur um kvöldið þegar kemur að gigginu. Hver hljómsveit gefst kostur að taka upp á milli 20-30 mínútur af tónlist: „Í staðinn fá hljómsveitirnar efnið sem verður til á tónleikunum, hljóðrásir sem hægt er vinna að vild, grófklippt efni sem ætti að vera tilbúið til birtingar og einnig er hægt að nálgast hrá-myndefni vilji fólk vinna betur. Allt hljómsveitinni að kostnaðarlausu.“

Áhugasamir geta skráð sig með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Nánar: https://goo.gl/forms/YNgWGACWIb1EgNVc2

Umsjón verkefnisins verður í höndum hljóðmannanna Ívars Ragnarssonar (Bongó) og Gests Sveinssonar og skipulag í höndum Ásu Berglindar (6927184)

Nánar: asa@syrland.is  

Hér fyrir neðan eru svo nokkrir þættir úr vefseríunni Sýrland Sessions sem SKE framleiddi í samstarfi við Sýrland. 

Auglýsing

læk

Instagram