„Þú ert ekki vandamálið.“—Hinn breski Michael Kiwanuka gefur út nýtt lag

Auglýsing

Hinn breski Michael Kiwanuka—sem er um þessar mundir hvað þekktastur fyrir lagið Cold Little Heart, þemalag sjónvarpsseríunnar Big Little Lies—hefur tilkynnt aðdáendum sínum að hann ætli að gefa út plötuna KIWANUKA næstkomandi 25. október. Það eru þeir Inflo og Danger Mouse sem sjá um útsetningu og hljóðritun plötunnar (þeir aðstoðuðu Kiwanuka við gerð plötunnar Love & Hate).

Í aðdraganda útgáfunnar hefur Kiwanuka sent frá sér lagið You Ain't the Problem (sjá hér að ofan).

Nánar: https://pitchfork.com/news/michael-kiwanuka-announces-new-album-shares-new-song-you-aint-the-problem-listen/

Auglýsing

Eins og fram kom á Pitchfork er væntanleg plata frábrugðin þeirri síðustu:

„Síðasta plata var svolítið sjálfshugul. Þetta var ákveðin þerapía, að mér fannst. Núna, hvað næstu plötu varðar, þá líður mér vel með sjálfan mig, og spyr sjálfan mig hvað mig langar að segja: Hvernig get ég sýnt hugrekki og ögrað sjálfum mér sem og hlustandanum? Þetta snýst þá meira um að sættast við sjálfan sig, en þá sigrihrósandi (ekki á þunglyndislegan hátt). Á plötunni skoða ég hvað það þýðir, að vera manneskja í dag.“

– Michael Kiwanuka

Hér fyrir neðan er svo lagið Cold Little Heart.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram