Drew Barrymore bregður fyrir í samnefndu myndbandi frá SZA

Söngkonan SZA heitir réttu nafni Solána Imani Rowe og fæddist hún þann 8. nóvember 1990 í St. Louis, Missouri en ólst upp í New Jersey. 

Árið 2012 gaf SZA út mixteipið See.SZA.Run og tæpu ári seinna skrifaði hún undir plötusamning hjá Top Dog Entertainment, sem er jafnframt sama plötufyrirtæki og gefur út tónlist eftir Kendrick Lamaar, Schoolboy Q, Ab-Soul og fleiri.

Fyrsta platan sem SZA gaf út hjá Top Dog Entertainment var EP platan sem kom út árið 2014 en síðastliðinn 9. júní gaf söngkonan út sína fyrstu hljóðversplötu, CTRL.

Í gær (20. júní) leit myndband við lagið Drew Barrymore dagsins ljós en um ræðir fyrsta lagið af fyrrnefndri plötu sem hljómaði opinberlega (sjá hér fyrir ofan). Myndbandið var skotið í New York um vetur til og bregður leikkonunni Drew Barrymore fyrir í myndbandinu (ca. 02:15). 

Leikstjóri myndbandsins er Dave Meyers sem einnig leikstýrði myndbandinu við lagið Humble eftir Kendrick Lamaar

Til gamans má geta að samkvæmt Wikipedia síðu SZA eru helstu áhrifavaldar hennar Billie Holiday, Red Hot Chili Peppers, Jamiroquai, Wu-Tang Clan og Björk.

Auglýsing

læk

Instagram