Lexi Picasso treður upp á Tivoli næsta föstudag (22. desember)

Auglýsing

Fréttir

Næstkomandi föstudag (22. desember) treður rapparinn Lexi Picasso upp á Tivoli Bar í Reykjavík. Tónleikarnir eru hluti af Candy Floss
hljómleikaseríunni svokallaðri þar sem nýliðar og reynsluboltar innan íslensku Hip Hop senunnar stíga á stokk. Er þetta í sjöunda skiptið sem Tivoli blæs til þesskonar tónleika. 

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Ásamt Lexi Picasso þeytir plötusnúðurinn DJ Nodle einnig skífum fyrir gesti. Frítt inn og Viking á “happy hour” fram að miðnætti.

Auglýsing

Lexi Picasso hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en síðastliðinn 8. nóvember sendi hann frá sér samnefnda plötu á SoundCloud (sjá hér fyrir neðan). Platan hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda íslensks rapps.

Hér fyrir neðan má svo sjá tvö myndbönd af Lexi Picasso; hið fyrra af viðtali SKE við rapparann í húðflúrstofunni Memoria, hið síðara af heimsókn Lexi Picasso í útvarpsþáttinn Kronik þar sem hann samdi rímur af munni fram í heilar sex mínútur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram