Smámunasemin í fyrirrúmi í nýju myndbandi 50 Cent og Fresh

Síðastliðinn 26. ágúst gaf rapparinn Fresh (áður fyrr þekktur sem Short Dawg úr Young Money) út myndband við lagið Petty á Youtube en lagið skartar röppurunum 50 Cent og 2 Chainz (sjá hér fyrir ofan). 

Lagið sjálft kom út fyrir fjórum mánuðum síðan, í apríl, og lýsti Fresh hugmyndinni að laginu á eftirfarandi veg:

„Segja má að lagið sé innblásið af nauðsynlegri smámunasemi; þegar þú þarft að sanna það fyrir öðrum að þó svo að þú gerir ekki ákveðinn hlut, er ekki þar með sagt að þú getir ekki gert það.“

– Fresh

Orðið petty á ensku merkir smámunasemi og má segja að 50 Cent sé sérstaklega smásmugulegur í laginu; í byrjun erindi síns segist hann vera vel stæður fjárhagslega en láti þó handbendi sín ræna menn ef nauðsyn krefur:

I’m a rich ni$#a still gettin’ ni$#as robbed: /

I’m just bein’ petty /

2 Chainz er einnig álíka smásálarlegur í versi sínu og viðurkennir að stundum kveiki hann sér í vindlingi án þess að deila með öðrum:

Roll up a joint and won’t pass it to no one: /
I’m just bein’ petty (I’m just bein’ petty) /

Þessi hegðun er ekki til eftirbreytni en þó, að einhverju leyti, fremur kómísk.

Auglýsing

læk

Instagram