Virk tímavél á Prikinu í kvöld

Skemmtistaðurinn Prikið hefur hellt í glös fyrir rappáhugafólk (og fleiri) í óteljandi ár eins og allir vita og verður þar engin breyting á í kvöld. Það eina sem breytist er að árið verður 1994 en ekki 2020. Þetta herrans ár, 1994, kom út ágætis slatti af rapptónlist sem margir vilja kenna við hina svokölluðu gullöld hiphopsins – tónlist frá þessu ári verður því í aðalhlutverki í kvöld.

Það eru þeir Big Gee, Fingaprint og Nino sem sjá um að vakta tónlistina ásamt DJ Kocoon, allir miklir sérfræðingar rapp-gullöldina og sömuleiðis plötusnúðamennsku; þeir munu sennilega leika ýmsar hundakúnstir á plötuspilurunum og gera þetta allt saman af fagmennsku.

Auglýsing

læk

Instagram