„Whack World“—tónlist fyrir fólk með athyglisbrest

Auglýsing

Síðastliðinn 1. júlí birti The New Yorker grein eftir blaðakonuna Doreen St. Felix þar sem tónlist bandaríska rapparans Tierra Whack er til umfjöllunnar.

Nánar: https://www.newyorker.com/cult…

Undir yfirskriftinni Tierra Whack teygir takmörk einna mínútu langra laga („Tierra Whack Stretches the Limits of One-Minute Songs“) fjallar St. Felix um fyrstu plötu Tierra Whack, Whack World. Um ræðir 15 laga hljómplötu þar sem öll lög plötunnar eru einungis ein mínúta á lengd.

Auglýsing

Líkt og fram kemur í greininni hefur lengd platna aukist síðastliðin ár á meðan lengd einstakra laga hefur skroppið saman, þ.e.a.s. í samanburði við lengd laga við upphaf 21. aldarinnar. Tölfræðingar og yfirmenn plötufyrirtækja hafa ályktað að þessi þróun sé Silicon Valley að kenna; styttri lög höfða sterkt til þeirra sem eru annars hugar. Í ár varð til dæmis lagið Gucci Gang eftir rapparann Lil Pump (sem er aðeins tvær mínútur og fjórar sekúndur á lengd) stysta lagið til þess að rata inn á vinsældalista Billboard („Hot 100“).

Í greininni segir höfundur að við fyrstu hlustun Whack World sé upplifun hlustandans svipað og að fá hálshnykk („whiplash“): Við erum ekki vön því að (…) viðlagið rúlli ekki þrisvar sinnum í gegn.

En þrátt fyrir ofangreindar tvær aðfinnslur (ef svo mætti að orði komast)—sumsé að styttri lög séu, að einhverju leyti, til marks um ákveðinn athyglisbrest (eða óskýra hugsun) meðal hlustenda í dag; og að það að hlusta á plötuna sé eins og að fá hálshnykk—þá er Whack World, engu að síður, frumleg stílæfing sem vekur forvitni hlustandans:

„Á plötunni aðlagar Tierra Whack sig að skorðum samfélagsmiðla á slunginn og gagnrýninn hátt. „Whack World“ er, að hluta til, einlæg hugleiðing listakonunnar um þann alltumlykjandi þrýsting sem kvenmenn í dag upplifa: pressan að umbreyta líkama sínum til þess að aðlagast ímynd fullkomnunarinnar.“

– Doreen St. Felix (New Yorker)

Sumir vilja kannski meina að Whack World sé tónlist fyrir ungt fólk með athyglisbrest; hvað sem þeirri staðhæfingu líður dregur það ekkert úr gæðunum. Mælum við eindregið með plötunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram