Einn er í haldi lög­reglu eftir að hafa hótað RÚV

Haft var í hótunum við RÚV og starfsmenn fyrirtækisins í gær. Einstaklingurinn sem var ábyrgur fyrir hótununum var handtekinn vegna málsins.  Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is

„Í gær virðist sem eitt­hvað hafi borist, það sem telja mætti sem hót­an­ir, gagn­vart stofn­un­inni eða starfs­fólki og á meðan lög­regla var að staðsetja og hand­taka viðkom­andi sem stóð á bak við þess­ar hót­arn­ir, þá jók Rík­is­út­varpið við ör­ygg­is­gæslu í hús­inu. En eft­ir að viðkom­andi var hand­tek­inn þá var það dregið til baka,“ seg­ir Ásgeir.

Samkvæmt frétt vísis fóru hótanirnar fram á samfélagsmiðlum, í símtölum og í formi tölvupósta. Þá hótaði maðurinn einnig lögreglumönnunum sem handtóku hann í gær.

Auglýsing

læk

Instagram