Leitað er að týndri flugvél – Telja að fjórir farþegar séu í vélinni

Leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10:30 í morgun og hefur ekkert spurst til síðan. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar eru fjórir einstaklingar um borð í vélinni.

Samkvæmt fréttastofu RÚV er vélin fjögurra sæta og var í skipulögðu útsýnisflugi með ferðamenn. Þar kemur einnig fram að flugvélin sé búin neyðarsendi en ekkert neyðarkall hafi borist frá henni.

Á þriðja hundrað manns leita nú að vélinni; lögreglumenn, björgunarsveitarmenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar.

Auglýsing

læk

Instagram