Ráðherrar umhverfast í vænisjúka hrokabelgi

„Það virðist ætla að loða við ráðherra Sjálfstæðisflokksins að umhverfast í vænisjúka hrokabelgi þegar umboðsmaður Alþingis spyr þá spurninga,“ segir Stígur Helgason, fyrrverandi blaðamaður og núverandi starfsmaður Plain Vanilla, á Facebook-síðu sinni í dag.

Stígur vitnar í orð Hönnu Birnu um bréf umboðsmanns Alþingis, þar sem hún segir: „Þannig samanstendur bréf umboðsmanns Alþingis af aðdróttunum og tengingum sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu og vilji með athugun sinni renna stoðum undir hana. Sú skoðun er bæði ósanngjörn og röng.“

Stígur segist muna hvenær ráðherra talaði síðast svona til umboðsmanns Alþingis. „Það var í mars árið 2008, þegar umboðsmaður hafði sent Árna Mathiesen spurningar um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Þá sagði Árni í bréfi til umboðsmanns:“

At­hygli vek­ur að spurn­ing­ar yðar eru mjög ít­ar­leg­ar í fram­setn­ingu og með því yf­ir­bragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úr­lausn­ar­efn­is­ins kunni að vera mótuð fyr­ir­fram. Af þeim sök­um má halda því fram að svör þau sem und­ir­ritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa tak­markaða þýðingu þegar þér leysið úr mál­inu og þar með hinn sjálf­sagði rétt­ur und­ir­ritaðs til and­mæla.

Stígur minnir á að Árni var dæmdur í Hæstarétti fyrir ólögmæta meingerð gegn æru annars umsækjanda og var gert að greiða honum bætur. „Það var því ljóst að spurningarnar frá umboðsmanni áttu fyllilega rétt á sér. Ég held að það sé ekki klókt af Hönnu Birnu að leita í hans smiðju eftir taktík í samskiptum við það embætti,“ segir Stígur að lokum.

Auglýsing

læk

Instagram