Butler framlengir dvölina — kærastan farin heim

Gerard Butler er ennþá staddur hér á landi en hann hefur haft nóg að gera frá því að hann sást á Kaffibarnum aðfaranótt sunnudags ásamt kærustunni sinni. Heimildir Nútímans herma að Butler hafi ætlað að fljúga af landi brott í gær. Hann hefur því greinilega ákveðið að framlengja dvölina.

Gestir á kaffihúsinu Gráa kettinum ráku upp stór augu í gær þegar Gerard Butler mætti á svæðið ásamt Halla Hansen og tveimur öðrum mönnum. Kærastan var hins vegar víðsfjarri en samkvæmt heimildum Nútímans flaug hún heim á leið í gær. Það er greinilega mikill ferðahugur Butler því Nútíminn frétti síðast af honum í Vík í Mýrdal en gera má ráð fyrir að hann hafi viljað endurnýja kynni sín við Höfðabrekkuheiði. Kvikmyndin Bjólfskviða, eða Beowulf & Grendel frá árinu 2005, var tekin þar upp að hluta þar og skartaði Butler í aðalhlutverki.

Gerard Butler hefur haft í nógu að snúast hér á landi. Á sunnudag hélt hann ásamt kærustunni sinni í göngu á háhitasvæðið við Seltún í Krýsuvík ásamt athafnamanninum Halla Hansen. Áður en gangan hófst komu Butler og Halli bandarískum ferðamanni til hjálpar eftir að hann datt og meiddi sig. 

Á mánudag sáust þeir félagar svo á flugvöllunum í Reykjavík og á Akureyri en samkvæmt heimildum Nútímans flugu þeir þrisvar sinnum yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni.

Auglýsing

læk

Instagram