Topp 6: Mest lesnu fréttir vikunnar

Frábær vika að baki á Nútímanum. Enn og aftur viljum við þakka ykkur fyrir að skoða Nútímann á hverjum degi. Heimsóknartölurnar hvetja okkur til dáða en vikulegir einstakir notendur Nútímans eru á milli 50 og 60 þúsund.

Þá viljum nota tækifærið og þakka auglýsendunum sem hafa haft trú á Nútímanum frá upphafi: Advania, Íslandsbanki, Íslenskir garðyrkjubændur, Dominos, Go Mobile, Hamborgarafabrikkan, Heilsa, Hringdu, IKEALandsvirkjun, Macland, MS, Nýherji, Orka náttúrunnar, Rauði krossinn, Síminn, Serrano, Smálán, Subway, Toyota, VÍS og VR.

Takk!

En nóg af væmni. Hér eru vinsælustu fréttir vikunnar:

6. 7. Múgæsing í Kringlunni: Hart barist um sófaborð

Örtröð myndaðist fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í byrjun september þegar sala á eftirsóttum sófaborðum hófst. Hundruð viðskiptavina biðu fyrir utan verslunina þegar hún opnaði og lætin urðu svo mikil að það lá við handalögmálum. Smelltu hér til að lesa.

5. Sjö eftirhermur á 48 sekúndum

Söngvarinn Eyþór Ingi las inn auglýsingu fyrir tónleika sem verða haldnir til heiðurs Fleetwood Mac í Hörpu 31. október. Á aðeins 48 sekúndum kom Eyþór Ingi sjö eftirhermum að, þannig að Jakob Frímann, Björn Jörundur, Egill Ólafsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Bó og Bubbi Morthens „tóku þátt“ í gerð auglýsingarinnar með hjálp Eyþórs. Smelltu hér til að lesa.

4. Netflix vinnur að opnun á Íslandi

Afþreyingarrisinn Netflix vinnur að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi. Smelltu hér til að lesa.

3. Haukur Harðar á BBC: Við trúum þessu ekki

Gamall draumur Hauks rættist þegar hann var kallaður í viðtal af Breska ríkisútvarpinu BBC í kjölfarið á leik Íslands og Hollands. Smelltu hér til að lesa.

2. Leiðbeiningar til litlu systur bræða netverja

Leiðbeiningar sem sem tíu ára stúlka gaf átta ára systur sinni hafa vakið athygli í morgun á Facebook-síðu Strætó og hreinlega brætt fólk. Smelltu hér til að lesa.

1. Egill Helgason apar eftir Andra á flandri

Átta þættir af tíu hafa verið sýndir í Vesturfaraseríu Egils Helgasonar og hefur hann þegar gert ótrúlega margt sem Andri Freyr gerði í þáttum sínum fyrir tveimur árum, eins og úttekt Nútímans leiðir í ljós. Smelltu hér til að lesa.

Auglýsing

læk

Instagram