Kendall og Kylie kærðar fyrir nota myndir af röppurum í leyfisleysi

Systurnar Kendall og Kylie Jenner hafa verið kærðar fyrir að nota myndir af röppurum í leyfisleysi á boli. Myndir af systrunum voru einnig prentaðar á bolina sem þær seldu en þeir hafa nú verið teknir úr sölu. Þetta kemur fram á vef Huffington Post.

Ljósmyndarinn Michael Miller hefur kært systurnar fyrir að nota tvær af myndum hans af rapparanum Tupac Shakur, sem var myrtur árið 1996. Í kærunni kemur fram að systurnar hafi aldrei óskað eftir leyfi til að nota myndina og að þær hafi misnotað myndirnar með því að setja þær í nýtt samhengi.

Í kærunni kemur einnig fram að Miller sé ekki sáttur við að myndir hans sé bendlaðar við Jenner-fjölskylduna. Pepsi-auglýsing sem Kendall Jenner er tekin sem dæmi um þann skaða sem tenging við Jenner-nafnið getur valdið. Umrædd auglýsing, sem nýtti sér málefni á borð við Black Lives Matter til að selja Pepsi, var gríðarlega umdeild og var tekin úr birtingu skömmu eftir að hún fór í loftið.

Þetta er ekki fyrsta kæran vegna bola systranna. Þegar þeir komu á markað gagnrýndi Voletta Wallace, móðir rapparains The Notorious B.I.G., þær fyrir að vanvirða minningu sonar síns, sem var myrtur árið 1997.

Hún lét þær heyra það á Instagram

Bolirnir voru þá teknir úr sölu og þær báðust afsökunar en það var ekki nóg fyrir Wallace. „Við kunnum að meta afsökunarbeiðnina og þá staðreynd að bolirnir hafa verið teknir úr sölu en það á enn þá eftir að leysa þeta mál,“ sagði hún.

Loks hefur Sharon Osbourne, eiginkona rokkarans Ozzy Osbourne, gagnrýnt systurnar fyrir að nota ímynd eiginmanns síns. „Stelpur, þú eruð ekki búnar að vinna ykkur inn rétt til að nota andlit goðsagna,“ sagði hún á Twitter. „Haldið ykkur við það sem þið þekkið: varagloss.“

Auglýsing

læk

Instagram