Skráðu þig í jóga- og slökunarhelgi (13. til 15. jan)

Viðburðir

Einhvern tímann sagði einhver að „Hugleiðsla væri viðleitnin til þess að versla ól handa hundi sem heitir Hugur – og átta sig síðar á því að fyrrnefndur rakki væri með öllu hálslaus.“ Þó svo að ákveðinn sannleiksvottur leynist í þessu hnyttiyrði, er það ekki þar með sagt að maður eigi að gefa það upp á bátinn, alfarið, að temja hugann, að slaka á – að minnka stressið. Forstöðumenn andlega setursins Sacred Seed hafa að minnsta kosti ekki lagt árar í bát hvað þessi viðleitni varðar; helgina 13. til 15. janúar býður Sacred Seed öllum áhugasömum velkomnum á sérstaka jóga- og slökunarhelgi. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um viðburðinn:

„Nýtt
ár kallar á nýja orku með nýjum ævintýrum. Þessi nýja orka
býður upp á tækifæri til að hreinsa frá það sem fyrir er til
að opna fyrir nýju ferðalagi. Þessi helgi býður upp á allt sem
þarf til að hreinsa andlega og líkamlega í hjarta náttúrunnar,
opna fyrir orkuna sem tekur við á nýju ári til að fara sterkari
inn í 2017!

Detox
og Yoga slökunarhelgin er fyrir þá sem vilja hreinsa og hvíla sig
vel. Við bjóðum þig velkomin/nn með ásetning og markmið fyrir
árið. Við munum hefja hreinsunina með Svitahofi og setja ásetning
fyrir helgina sem mun vera „detox“ í alla staði þar sem
við nærum okkur á hreinni íslenskri náttúru. 

Gló
Tonic Þeytarinn Sölvi “Avócado” Pétursson sér um Detox
matseðil helgarinnar og verður boðið uppá fljótandi veigar,
ásamt heitum ,hreinsandi’ súpum og tonic drykkum. Þemað er
fljótandi og hreinsandi, og að sjálfsögðu allt vegan.“

Dagskráin
er svohljóðandi:

FÖSTUDAGUR

18:00
Mæting – fólki er velkomið að mæta fyrr!
19:00
Svitahofs-athöfnin hefst
22.00
Súpa og meðlæti

LAUGARDAGUR

09:00
Ræs með grænum safa
09:33
Mjúkt Morgun – jóga, hugleiðsla og djúpslökun
11:00
Morgun – næring
12:33
Ævintýraferð í boði náttúrunnar (boðið upp á smoothie)
16:00
Fráls tími – heitur pottur, sauna, sund og flot.
17:33
Næring
19:33
Súkulaði-samflot (boðið upp á te og ávexti eftir flotið)

SUNNUDAGUR

9:00
Ræs með grænum safa
9:33
Súkkulaði-jóga – Förum í djúpa mjaðmavinnu með andríkri
tónlist og hreinsandi öndun
13:00
Lokahóf – detox veisla
14:00
Lokaathöfn með kveðjustund

Hvar: Sacred Seed (Syðri Reykir, rétt fyrir utan Laugarvatn)
Hvenær: Helgina 13. til 15. janúar
Verð:
39.000 kr. (2 og 3 manna heebergi, allt innifailð. Einnig er hægt
er að vera í eins manns herbergi, í queen-size rúmi, og kostar það
6.000 kr. aukalega. Til
þess tryggja plássið biðjum við fólk um að greiða 9.000 kr
staðfestingargjald og þeir sem að greiða fullt verð fyrir 3 jan.
fá 10% afslátt.) 

Nánar: Hafir
þú áhuga á að taka þátt máttu endilega senda póst á
sacredseediceland@gmail.com.
Til að tryggja þér pláss getur þú lagt inn á rkn: 545- 26-1614
kt.690916 0290

https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Instagram