Gísli Marteinn greindist með krabbamein:„Engar á­hyggjur, ég er alveg hraustur“

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor.

Hann greinir frá þessu í árlegu fréttabréfi sínu sem hann sendi á vini og vandamenn í gær. Meinið var skorið burt skömmu eftir greiningu og það heftur ekki bært á sér síðan, segir Gísli í póstinum.

„Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt.“

„Engar á­hyggjur, ég er alveg hraustur. Grunn­frumu­krabba­mein er ekki lífs­hættu­legt og er talið svo sak­laust að það er ekki tekið með í tölum um ný­gengi krabba­meins á Ís­landi. Það stendur að minnsta kosti á Vísinda­vefnum. En heitir samt þessu hræði­lega nafni,“ skrifar Gísli Marteinn.

Auglýsing

læk

Instagram