Heimir las upp SMS frá leikmönnum sem komust ekki í hópinn: „Glaður fyrir hönd vina minna“

Array

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag þann 23 manna hópinn sem fer á HM í Rússlandi í sumar. Þeir leikmenn sem hafa verið nálægt liðinu en komust ekki í hópinn fengu skilaboð um það í morgun. Í viðtali við Stöð 2 Sport las Heimir upp nokkur skilaboð frá leikmönnum sem fengu slæmar fréttir í morgun.

Heimir fékk góð viðbrögð frá mönnum sem hann sagði sýna hversu miklir liðsmenn strákarnir væru. Einn landsliðsmaður sendi Heimir þessi skilaboð:

Auðvitað svekkjandi, ég var alls ekki undir þetta búinn. Óska ykkur alls hins besta og mun njóta þess að vera stuðningsmaður númer eitt. Er að sjálfsögðu alltaf klár ef kallið kemur. Ég er líka glaður fyrir hönd vina minna sem fengu ekki að upplifa EM og eru mögulega í hópnum að þessu sinni.“

Annar ónefndur leikmaður liðsins sendi Heimi þessi skilaboð:

Gangi ykkur sem allra best. Ég er hrikalega stoltur af því að hafa verið hluti af þessum hópi og mun peppa strákana alla leið. Mundu að ég er alltaf klár.“

Hópurinn var tilkynntur með þessu glæsilega myndbandi

Auglýsing

læk

Instagram