Auglýsing

133 starfsmönnum sagt upp

Fyrirtækið Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, hefur sagt upp 113 starfsmönnum frá og með næstu mánaðarmótum. Einnig verður tólf öðrum starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir ákvörðun um tvö­falda skimun við landa­mær­in hafi veitt náðar­höggið:

„Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli, “ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“

Sveinbjörn segir að staðan muni vera endurskoðuð reglulega og Isavia muni bregðast hratt við ef ástandið breytist til batnaðar.

„Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar.“ 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing