Æskuvinkonur með Fringe Listasýningu

Auglýsing

Nú eru tíðindi! Þar sem listakonurnar og æskuvinkonurnar, Kristín Aldís Markúsdóttir og Jóhanna Björk Kolbrúnardóttir halda sína fyrstu listasýningu saman, (allra fyrsta sýning Jóhönnu og önnur sýning Kristínar – en hún hélt sína fyrstu sýningu í fyrrasumar sem bar heitið „Fantastical Beings“ einnig með Rvk Fringe) í byrjun júlí!
Stíll þeirra hefur alltaf verið samtengdur, eins og þær sjálfar, en þær kynntust í kringum 8 ára aldurinn og hafa því þekkst í rúmlega 20 ár. Báðar taka mikinn innblástur úr fantasíu heimum, andlegum hlutum og öllu yfirnáttúrulegu, einnig einstökum stíl hvorrar annarar.
Sýning Jóhönnu kallar hún „The Magical Corner“ og er allra fyrsta listasýning hennar, en þetta er stór draumur að rætast hjá henni. Verkin hennar eru mörg byggð upp af geometrískum línum með kosmískum bakgrunni af stjörnuþokum og meistaralega blönduðum litum. Svo notar hún gull-lauf fyrir heillandi gyllta tóna sem gefa verkunum töfrandi blæ.
„Kristín kenndi mér að teikna!“ – Jóhanna Björk Kolbrúnardóttir. 
 
Sýning Kristínar þetta árið nefnist „Seasonal Elements“ þar sem hún tekur fyrir frumöfl Jarðar og bindur þau saman við íslenskar árstíðir, náttúru og veðráttu og úr verður heimur fagurra litablandna, töfrandi plantna og kvenlegra lína. Hún hefur mest verið að vinna með ævintýralegar kvenverur og hefur hlotið hrós fyrir litablöndun sína og mjúkar kvenlegar línur.
Kristín fæddist með þykk ský á báðum augasteinum og var nánast blind við fæðingu. 3 mánaða fór hún í aðgerð þar sem báðir augasteinar voru teknir og hún var undir eftirliti hjá Sjónstöð Íslands þar sem mjög sjónskertir eða blindir einstaklingar fá þjónustu.
Smám saman varð annað augað betra en hún er samt nánast blind á öðru auganu og dýptarskyn og hliðarsjón lítil. Þrátt fyrir það hefur Kristín mjög næmt auga fyrir formum og litum í sinni list, þótt hún vilji gera sem minnst mál úr því sjálf.
Verk beggja eru aðallega akrýlmálning á striga. Listasýningin er haldin á vegum Reykjavík Fringe hátíðarinnar og verður haldin 3. – 10. júlí í  Aðalstræti 2. 
„Ég er að taka mikinn innblástur úr náttúrunni þessa dagana en það er alltaf smá dass af fantasíu undir yfirborðinu myndi ég segja“ – Kristín Aldís Markúsdóttir. 
„Ætli væri ekki hægt að kalla stílinn okkar beggja abstrakt fantasíu, eða kannski náttúru-abstrakt, (hjá Kristínu)“ – Kristín og Jóhanna. 
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram