Allir eiga skilið gleðileg jól – Dans til styrktar Samferða 21.des

Vinirnir Friðrik Agni Árnason og Anna Claessen úr Dans og Kúltúr hafa venjulega haldið upp á afmælin sín saman með matarboði með vinum og dansi langt fram á nótt. Í ár er það ekki hægt vegna Covid. Því ákváðu þau að styrkja gott málefni í staðinn. Á mánudaginn 21.des kl. 17:30 munu þau halda LIVE danstíma til styrktar Samferða á youtube síðu þeirra.  Bankaupplýsingar Samferða: Bankareikningur 0327-26-114
Kennitala: 651116-2870.
Af hverju Samferða? Því það eiga allir skilið gleðileg jól!

Dans og Kúltur hefur haldið yfir 10 dansviðburði, 3 dansferðalög erlendis og gigg út um allan bæ. Friðrik og Anna kenna annars zumba og jallabina í World Class og Kramhúsinu. Þau eru með danssamfélag á fb þar sem allir dansunnendur geta séð hvar er hægt að dansa og deilt dansviðburðum. Sjá https://www.facebook.com/groups/dansogkultur

Hægt er að bóka þau þessa daga á gigg.is, horfa á þau á youtube rásinni @dansogkultur eða hlusta á þau í hlaðvarpsþættinum Þín Eigin Leið

Auglýsing

læk

Instagram