Allt að 21 stiga hiti í dag

Auglýsing

Útlit er fyrir gott veður á landinu í dag. Hiti 8 til 21 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Gengur í suðaustan 8-13 og þykknar upp með dálítilli rigningu við suðurströndina í kvöld.

Veðurhorfur næstu daga:

Á sunnudag:
Austan 10-15 m/s, skýjað með köflum og dálítil væta, einkum með suður- og austurströndinni, en þurrt og bjart norðan heiða. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðan- og vestantil.

Á mánudag:
Austlæg átt 5-10 m/s og víða rigning, einkum suðaustantil. Úrkomulítið norðanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á norðausturlandi.

Auglýsing

Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og víða rigning. Hiti 7 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og væta í öllum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt með lítilsháttar vætu. Kólnar heldur.

Þetta kemur fram á vedur.is

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram