Ást á elliheimili – Er ég góð manneskja ?

Auglýsing

Ást á elliheimili – Ertu góð manneskja?” , er einleikur saminn á ensku en fluttur á íslensku, af Söru Rut Arnardóttur sem er nýflutt til Íslands eftir að hafa klárað leiklistarnám í Berlín. Nú komin til Íslands til að frumsýna verkið á Reykjavík Fringe Festival í Tjarnarbíó 5 júlí kl 22:00.

Ást á elliheimili er tragískur gamanleikur fluttur af Söru Rut og með henni til liðs er Óðinn Ásbjarnarson, nemandi að fara byrja á sinni loka önn á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands.

Þetta er annar einleikurinn sem Sara Rut og Óðinn vinna að saman en árið 2018 settu þau upp einleikinn “Skæri, blað, steinn ” eftir Ernu Mist, í samstarfi við Ungleik. 

Eftir að hafa unnið í 9 ár á hjúkrunarheimilum og í öðrum umönnunarstörfum samhliða starfi sínu sem leikari, fékk Sara innblástur til að skrifa þetta verk til heiðurs þeirra einstaklinga sem hún hefur vitjað að í gegnum árin og starfsins sem kom henni í gegnum leiklistarnámið.

Auglýsing

Verkið er byggt á sönnum atburðum, hennar reynslu og sögum úr heilbrigðiskerfinu og starfi með ellilífeyrisþegum og eldri kynslóðum íslendinga. Og verður verkið tækifæri til að gagnrýna það sem betur má fara og mun endurspegla viðhorf samfélagsins gagnvart eldri borgurum landsins, sem eru jafn vanmetnir og starfsfólkið sem sér um þá eftir margra ára reynslu sem umönnunaraðilar á hjúkrunarheimilum.

Aðalpersónan er hún Hanna, sem er að byrja að vinna í sínu fyrsta umönnunarstarfi og lýsir hún upplifun sinni og hindrunum í starfinu. Við fáum að heyra hvernig starfið fær hana til að velta fyrir sér hvort hún sé góð manneskja og hvaða persónu hún hefur að geyma.

En verkið freistar vonandi fólks til að líta í eigin barm og skoða hvaða upplifanir hafa stjórnast af mannlegum tilfinningum þeirra og eigin geðþótta, þrátt fyrir að fáir þori að viðurkenna það.

5 July / Júlí – 22:00 – Tjarnarbíó

https://tix.is/is/event/11519/are-you-a-good-person-rvk-fringe-festival/

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram