AUKATÓNLEIKUM BÆTT VIÐ – MIÐASALA HEFST Á FÖSTUDAG

Björk seldi upp á þrenna tónleika á nokkrum dögum og því var ákveðið að bæta við aukatónleikum, sem fram fara laugardaginn 29. ágúst. Á þessum tónleikum kemur Björk fram ásamt 15 manna strengjasveit frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytja þau lög m.a. frá Homogenic og Vulnicura.
Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.
Póstlistaforsala fer fram á fimmtudaginn kl. 12 og almenn sala hefst á föstudaginn kl. 12 á harpa.is/bjork.
Ef þú hefur þegar keypt miða á alla þrjá tónleikana á 10% afslætti færðu sérstakan hlekk sendan kl. 10 á fimmtudagsmorgunn sem gerir þér kleift að kaupa miða á nýju tónleikana einnig á 10% afslætti. (Athugið að afslátturinn er bundinn nafninu sem þú gafst upp við kaup á hinum miðunum og er ekki framseljanlegur.)
Frekari upplýsingar um alla tónleikana hafa einnig verið kynntar, sjá hér að neðan.
Sunnudagur 9. ágúst kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
Hamrahlíðarkórinn
Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson – Orgel
Lög m.a. af Medúllu, Bíófílíu og Útópíu
Laugardagur 15. ágúst kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
Strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason
Lög m.a. af Post, Vespertine og Dancer in the DarkSunnudagur 23. áugust kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Flautuseptetinn Viibra
Katie Buckley – Harpa
Jónas Sen – Píanó
Lög m.a. af Vespertine, Volta og ÚtópíuLaugardagur 29. ágúst kl. 17:00 – AUKATÓNLEIKAR
Björk
15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Lög m.a. af Homogenic og Vulnicura.

Auglýsing

læk

Instagram