Bardagi Gunnars Nelson og Gilbert Burns staðfestur

Auglýsing

UFC samtökin hafa nú staðfest bardaga Gunnars Nelson og Gilbert Burns sem fram fer í Kaupmannahöfn næstu helgi. Greint var frá þessu á vef Fréttablaðsins.

Mikil óvissa ríkti um bardagann eftir að Thiago Alves,mótherji Gunnars, neyddist til að draga sig úr keppni. Fóru UFC samtökin á fullt við að finna nýjan bardaga eftir að Alves tilkynnti að hann þyrfti að segja sig úr keppni vegna nýrnasteina.

Staðfest er nú að Gilbert Burns mun berjast gegn Gunnari næstu helgi. Ljóst er að Burns hefur ekki langan tíma til undirbúnings enda aðeins rúm vika í bardagann en bardaginn verður einn af aðalbardögum kvöldsins eins og til stóð.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram