Bóndi undir Eyjafjöllum:„Það fór allt gler í stofugluggunum og í útidyrahurðinni“

Auglýsing

Guðbergur Baldursson, bóndi á bænum Fitjamýri undir Eyjafjöllum, segist aldrei hafa upplifað annan eins veðurham og í nótt. Vindhviður léku húsið á bænum grátt en vindhviður mældust um 54 metrar á sekúndu á svæðinu í gærkvöldi.
„Það fór allt gler í stofugluggunum og í útidyrahurðinni. Klæðningin á þakinu losnaði og járnplötur fóru af hlöðuþakinu,“ segir Guðbergur um ástandið á bænum.
Hann segir föður sinn hafa búið á svæðinu síðan 1943 og hann muni ekki eftir jafn sterkum vindi.
„Það getur verið hvasst hérna, en ekki svona. Þetta var bara rugl,“ segir Guðbergur Baldursson.
Hann lét veðurhaminn þó lítið á sig fá og var að gefa í útihúsum þegar fréttastofa RÚV náði tali af honum.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram