Breytingar á ferða­tak­mörkunum verða tilkynntar síðar í dag

Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar síðar í dag og mun þar kynna breytingar á núverandi ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis  verða á fundinum þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að hann hyggðist leggja það til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. Mögulega yrði um að ræða einn mánuð í viðbót eða skemur.

Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí og kveður það á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísir.is seinna í dag.

Auglýsing

læk

Instagram