BRÍET – Aukatónleikar Eldborg Hörpu næsta föstudag!

Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika næsta föstudag, 22 október, í Eldborgarsal Hörpu.
Það er uppselt á fyrri tónleikana og því verða aukatónleikar kl 22.30 sama kvöld.
Loksins fær hún að flytja plötuna Kveðja fyrir aðdáendur sína en platan vann verðlaun á öllum tónlistarverðlaunum síðasta árs. Má þar nefna meðal annars verðlaun fyrir textahöfund ársins og plötu ársins.
„Ég er svo spennt að spila fyrir ykkur. Markmiðið er að toga út gleði og sorg og ást og hamingju, glimmer, blöðrur og teygja allan tilfinningaskalann. Ég fæ yndislega meðspilara með mér upp á svið eins og Rubin Pollock, Þorleif Gauk, Magnús Jóhann, Berg Einar og fleiri góða gesti… og örugglega nokkra leynigesti! Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja það að þessir tónleikar verði einstök upplifun! Hlakka til að sjá ykkur!,“ segir Bríet í tilkynningu um viðburðinn.

Auglýsing

læk

Instagram