Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi-Milljarður Rís!

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 17. febrúar næstkomandi í áttunda sinn. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Ellen Kristjánsdóttir, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sísí Ey, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee.

Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi – þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll.

Leggja má gjaldfrjálst á meðan húsrúm leyfir.

Munið myllumerkið #milljarðurrís

Auglýsing

læk

Instagram