Ég var eltihrellir

Auglýsing

Aldrei hefði mig grunað að ósköp venjuleg manneskja á borð við mig gæti orðið svo heiftarlega heltekin af nánast ókunnugum manni, að mér þætti eðlilegt að fylgjast með nánast öllum hans ferðum.

Ég var að verða 22 ára þegar ég varð sjúklega ástfangin, í orðsins fyllstu merkingu, af manni sem ég hitti á bar og svaf hjá í eitt skipti. Hann leit á þetta sem einnar nætur gaman en ég vildi meira. Hugsanir mínar snerust sífellt um hann. Ég hringdi nokkrum sinnum í hann til að spjalla, í þeirri von að hann myndi vilja hitta mig, en hann var kurteislega fjarlægur og hætti svo bara að svara í símann. Mér fannst of „desperat“ að hringja úr leyninúmeri – og hvað hefði ég svo sem átt að segja?

Lítill heimur

Gunni sagði mér kvöldið góða að hann væri nýlega skilinn eftir tíu ára hjónaband og ætti tvö börn. Hann var tólf árum eldri en ég en leit ekki út fyrir það. Ég þekkti hans fyrrverandi ekki en heimurinn er svo lítill að ég þurfti ekki að leggjast í miklar rannsóknir til að finna út að hún og ein ágæt frænka mín væru gamlar skólasystur og vinkonur. Mér fannst ég verða að vita meira um Gunna og hans fyrrverandi, svo ég hringdi í frænku mína og dreif mig svo í heimsókn til hennar. Við höfðum alltaf náð vel saman og ég taldi víst að ég fengi mest upp úr henni ef ég segði sannleikann, að ég væri yfir mig hrifin af Gunna og hvernig við hefðum kynnst. Hún sagði hann góðan mann og allt það, en sennilega yrði vinkona hennar ekki hrifin af heyra af kvennafari hans, hann væri enn að reyna að fá hana aftur. Frænka mín lofaði að segja engum frá og stóð við það.

Ástæða skilnaðarins var að Gunni var mjög heimakær og rólegur miðað við eiginkonuna sem fljótlega eftir að börnin fóru að stálpast vildi lifa lífinu til fulls, eins og hún orðaði það víst sjálf. Henni fannst skelfilegt að eyða tíma í að hanga heima og ef börnin gistu hjá afa og ömmu vildi hún hitta fólk, fara út að borða, í leikhús, á málverkasýningar og slíkt og börnin fóru með henni um allt sem hentaði aldri þeirra. Gunni var alls ekki á þessari línu. Honum fannst gaman að fá fólk í mat eða fara í matarboð en honum leið best í notalegheitum heima, fyrir framan sjónvarpið, lesa eða spjalla. Það var eiginlega ótrúlegt að þau tvö hafi náð saman og verið gift í tíu ár, fannst frænku minni og taldi afar ólíklegt að þau tækju saman aftur.

„Ekki nægði mér að heyra af Gunna, ég varð líka að sjá honum bregða fyrir. Ég var á bíl af algengri tegund, það hjálpaði þegar ég keyrði reglulega fram hjá heimili hans.“

Auglýsing

Lífsreynslusaga úr Vikunni. Í hverri viku birtast spennandi lífsreynslusögur. Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í áskrift.

Fylgstu með Lífsreynslusögur Vikunnar á Facebook. Lífsreynslusögur er hlaðvarp þar sem blaðakonan Guðrún Óla Jónsdóttir les áhugaverðar lífsreynslusögur úr Vikunni. Í hverjum þætti eru fimm sögur lesnar. Þættirnir koma inn á Spotify og Storytel.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi – Prófaðu frítt í 7 daga

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram