Einn vann 5 milljónir í Happdrætti Háskólans – tveir fimmfölduðu vinninginn!

Einn heppinn miðaeigandi vann 5 milljónir króna í Aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands en dregið var í gærkvöldi. Tveir heppnir miðaeigendur unnu 500 þúsund krónur hvor en þar sem þeir eiga báðir Trompmiða fimmfaldast vinningurinn svo þeir fá 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Þá unnu fimm miðaeigendur eina milljón króna hver og þrettán hálfa milljón króna hver. Rúmlega 3.400 miðaeigendur skipta með sér rúmum 113 skattfrjálsum milljónum eftir útdrátt kvöldsins.

Sjöfaldur potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út og verður því áttfaldur í september eða 80 milljónir króna.

„Happdrætti Háskóla Íslands óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum,“ segir í tilkynningu frá HHÍ.

Auglýsing

læk

Instagram