Eurovision 2020 í Rotterdam hefur verið aflýst

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem átti að fara fram í maí í Rotterdam hefur verið aflýst vegna COVID-19 veirunnar sem gengur um heiminn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem aðstandendur keppninnar gáfu frá sér í dag.

„Við tilkynnum með mikilli sorg að Eurovison söngvakeppninni 2020 í Rotterdam hefur verið aflýst,“ segir í tilkynningunni frá EUB

„Síðustu vikur höfum við kannað hina ýmsu möguleika í þeirri von um að geta haldið keppnina.“

Í tilkynningunni segir einnig að EBU, European Broadcasting Union, hafi á endanum þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa keppninni í skugga COVID-19 sem breiðir úr sér um Holland, Evrópu og heiminn allan.

„Við erum stolt af því að Eurovison Söngvakeppnin hafi náð að sameina áhorfendur á hverju ári án truflunar síðustu 64 ár og við erum líkt og milljónir ykkar um allan heim, gríðarlega sorgmædd yfir því að keppnin verði ekki haldin í ár.“

Auglýsing

læk

Instagram