Framlag Búlgaríu í Eurovision 2020

Búlgaría mun taka þátt í 65. Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna í Rotterdam með laginu Tears Getting Sober, flutt af ungu listakonunni Victoria.

„Ég get ekki beðið eftir því að flytja Tears Getting Sober á Eurovision-sviðinu þann 14. Maí. Fyrir mér er lagið mjög persónulegt, af því að það segir sögu um að komast yfir sársauka, hræðslu og að halda áfram. Við tölum sjaldan um  þau geðheilbrigðisvandamál sem unga fólkið mætir, en lagið okkar leitast við að veita þeim hugmóð og gefa þeim von,“ segir söngkonan um lagið.

Hin sérstaka rödd og hinn sérstaki stíll Victoriu er ferskur og nýr straumur sem lofar góðu í búlgarska tónlistarheiminum. Listakonan unga og teymið hennar eru að vinna að hennar fyrstu plötu sem verður gefin út í haust 2020.

Búlgaria mun taka þátt í seinni undanúrslitum í Eurovision þann 14. maí, 2020 en framlag Íslands, Daði og Gagnamagnið, munu einnig taka þátt í seinni undanúrslitunum sem sýnd verða í beinni útsendingu á RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram