„Fundu hvort annað aftur eftir 25 ár“

Auglýsing

Myndlistarkonan Elísabet Ásberg og framkvæmdastjórinn Guðmundur Björgvin Baldursson voru kærustupar sem táningar.

„Ég var rosalega skotinn í Elísabetu á þessum tíma og fór og keypti mér alveg nýtt dress og fór með hana á Hótel Holt sem var langflottasti staðurinn á þeim tíma. Hún er reyndar búin að gera grín að þessu kvöldi við mig, þar sem ég var svo leiðinlegur,“ segir Björgvin sem sagði víst voðalega lítið á stefnumótinu.

Leiðir þeirra skildu og þau hittust ekki í 25 ár.

Öllum þessum árum seinna sendir Björgvin svo Elísabetu vinabeiðni á Facebook og einhverju seinna voru þau búin að gifta sig, tvisvar.

Auglýsing

Vala Matt hitti hjónin í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra allt um nýja lífið og ástina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram