Auglýsing

Fyllti innkaupakerru og gekk með hana út úr versluninni án þess að borga

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur borist kæra vegna þjófnaðar í verslun í Reykjanesbæ. Eftirlitsmyndavélar í versluninni sýna hvar karlmaður kemur inn með innkaupakerru, fyllir hana af varningi, gengur að sjálfsafgreiðslukassa, tekur þar burðarpoka sem hann leggur ofan á vörurnar í kerrunni og gengur svo út með hana án þess að greiða fyrir vörurnar, þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í kerrunni voru meðal annars nítján pakkar af kjúklingabringum, kassi af Pepsi Max auk mikils magns af matvælum og hreinlætisvörum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna þjófnaðarmála.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing