GAME ON: Loftfimleikasýning í Tjarnarbíó

Auglýsing

GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning þar sem mörk veruleikans og fantasíu eru könnuð.
Þremur sögupersónum er fylgt eftir á ferð sinni um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttur, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur.Ýmsum ólíkum sirkúslistum mun bregða fyrir á sviðinu en þar tvinnast saman dans bæði í lofti á glansandi silkislæðum, og á gólfi ásamt paraakróbatík.

Til að auka á áskorunina verður á sýningunni líkt eftir viðmóti tölvuleiks og áhorfendum boðið að taka þátt í sköpun sögusviðsins með því að velja á milli ólíkra atburðarása. En mun áhorfendum takast að beina söguhetjunum aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?

Sýning eftir:
Alice Demurtas
Astridur Olafsdottir
Lauren Charnow

Tónlist: Adam Switala
Voice Over: Gavriil Voukelatos
Lighting: Arnar Ingvarsson
Búningar: Harpa Einarsdottir

30 Júni – 1 Júlí – 10 Júlí – 14 Júlí – 15 Júlí

Tjarnarbíó

20:00

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram