Glee stjarna talin vera látin

Leitað er að leikkonunni Naya Rivera eftir að 4 ára sonur hennar fannst einn á litlum bát á Piru-vatni í Kaliforníu.

Drengurinn litli segir að hann og móðir hans hafi farið að synda en hún hafi ekki komið aftur á bátinn. Björgunarvesti Rivera fannst í bátnum en sonur hennar var í vesti. Hópur kafara er nú í vatninu við leit að Rivera.

Leikkonan er best þekkt fyrir hlutverk sitt í Glee þáttunum sem klappstýran Santana Lopez.

Auglýsing

læk

Instagram