Góði hirðirinn opnar í miðbænum

Á fimmtudaginn opnar nytjamarkaðurinn Góði hirðirinn pop-up verslun á Hverfisgötu í Reykjavík.

Í samtali við mbl.is segir Ruth Ein­ars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Góða hirðis­ins, að versl­unin á Hverf­is­götu 94-96 eigi meðal annars að höfða til ungs fólks sem er að koma sér fyr­ir í miðborg­inni.

„Unga kyn­slóðin hugs­ar mikið um að end­ur­nýta hlut­ina. Við sjá­um þetta birt­ast í breyt­ingu á viðskipta­manna­hópn­um í Fells­múla en sala til yngra fólks hef­ur auk­ist mikið síðustu tvö ár. Ég held að unga kyn­slóðin sé orðin vel meðvituð um þessa hluti. Ég heyri þetta þegar ég ræði við unga viðskipta­vini. Þetta er raun­veru­leg breyt­ing í versl­un.“

Góði hirðirinn gerði leigusamning fram yfir jólin en ef vel gengur er til skoðunar að verslunin verði áfram við Hverfisgötu 94.

Auglýsing

læk

Instagram