Auglýsing

Götubitahátíð 2020 á Miðbakkanum – 18. og 19. júlí

Reykjavík Street Food kynnir í samstarfi við Símann, Stólpa Gáma og Reykjavikurborg:

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18. – 19. júlí.

Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 18.-19. júlí n.k. Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða: Bjórbíllin, kaffi vagn, skemmtanir fyrir börnin, hjólabretta keppni og körfubolta veisla ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.

Samhliða hátíðinni þá verður haldin í annað sinn keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar munu keppa upp titilinn ,,Besti Götubitinn 2020”.

Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður seinna í haust og kynna þar íslenskan götubita. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og er mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.

Hér má sjá Facebook síðu viðburðarins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing