Hafþór Júlíus fær sína eigin sjónvarpsþætti

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson mun mæta íþróttamönnum í ýmiskonar þrautum í nýjum raunveruleikaþáttum sem framleiddir eru af Wheelhouse Entertainment og Spoke Studios.

Þættirnir heita Beat the mountain eða Sigraðu Fjallið og er nafnið tilvísun í hlutverk hans í þáttunum Game Of Thrones þar sem hann lék karakter að nafni Ser Gregor „The Mountain“ Clegane eða Fjallið.

Í þáttunum munu íþróttamenn af ýmsum toga mætast í keppnum og fær sigurvegari hverrar þrautar tækifæri til að mæta Hafþóri í einvígi.

„Þó að Hafþór sé svo sannarlega einstakur, sjáum við þennan þátt verða innblástur fyrir hvern þann sem víkka út mörk hins mögulega og líka þá sem vilja horfa á það gerast. Hafþór er vissulega byggður til þess að flytja fjöll en hann er einnig agaður íþróttamaður, liðsmaður og mjög ljúfur náungi. Við erum spenntir fyrir því að vinna með honum í þessari nýju þáttaröð og sjá aðdáendahóp hans stækka.” segir Eric Wattenberg yfirmaður hjá Wheelhouse Entertainment.

Þetta kemur fram á vef viðskiptablaðsins

Auglýsing

læk

Instagram