„Hér er um að ræða dansiball sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi“

Spot í Kópavogi hefur opnað aftur eftir gagngerar breytingar á innréttingum sem og starfsfólki, og það hlakkar í Palla að fá að spila aftur á Spot.

Almannavarnir leyfa sölu á 500 miðum og að ballið standi frá kl. 20.00 til 23.00 stundvíslega. Gleðin er í kvöld, laugardagskvöldið 4. júlí.

Þetta er fyrsta Pallaball sögunnar sem haldið er svo snemma á laugardagskvöldi, og verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðunum.

„Hér er um að ræða dansiball sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ segir Páll Óskar í samtali við k100

„Við Íslendingar erum ekkert vön þessu, við erum vanari milli 8 og 11 að vera sitjandi á rassinum í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Hörpunni og Háskólabíói eða á fallegum veitingustöðum. Við erum að njóta matar eða lista á þessum tíma,“ bendir Páll á. „Nú er ég búin að vera að spila á dansiböllum í hátt í 30 ár en ég hef aldrei í lífi mínu spilað á dansiballi milli 20 og 23 á laugardagskvöldi,“ segir hann og bætir við: „Þetta verður alveg skráð í sögubækurnar.“

Miðasala fer fram á tix.is

Auglýsing

læk

Instagram