Hera: „Þetta kom með blóðinu og umhverfinu“

Auglýsing

Hera Hilmarsdóttir á að baki farsælan feril sem kvikmyndaleikkona þó að hún sé ung að árum og hefur leikið undir stjórn og með mörgum af þekktustu leikstjórum og leikurum í heimi kvikmyndanna. Það hefur aldrei stigið henni til höfuðs. Hún er jarðbundin, einlæg og kemur til dyranna eins og hún er klædd á sinn fallega og hógværa hátt. Þetta er góð blanda. Hún hefur verið bókuð nokkur ár fram í tímann en það tekur á. Hera hefur verið á landinu að safna orku eftir að hafa leikið í síðustu þáttaröð See og Svari við bréfi Helgu og segist vera að klára ákveðið skeið á ferlinum og sé tilbúin til að takast á við nýja hluti.

Þetta er brot úr lengra viðtali Vikunnar og má finna greinina í heild sinni á vef Birtings.

Segja má að listin sé Heru í blóð borin hún ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík hjá foreldrum sínum Hilmari Oddssyni kvikmyndgerðarmanni og Þóreyju Sigþórsdóttur leikkonu. Hún segist halda að vegna þess þá hafi það verið eðlilegt framhald að hún hafi farið þessa leið leiklistarinnar, enda með listina allt í kring. Sem barn velti hún sér upp úr ýmsum hliðum leiklistarinnar, skrifaði og bjó til leikrit.

Hvenær var ljóst að þú myndir fara þessa braut? „Það var áður en ég fór í menntó. Ég man að eitt kvöldið lá ég undir sæng af því ég hafði svo miklar áhyggjur af því hvort ég kæmist inn í leiklistardeildina í LHÍ. Svo þegar á hólminn var komið, nokkrum árum seinna, og ég komin í skólann fann ég að það var ekki rétt leið fyrir mig. Fyrstu stóru skrefin steig ég kannski í menntó, lék mitt fyrsta aðalhlutverk í bíómynd, Veðramót,og var mjög virk í leiklistarlífinu í MH. Þá kannski sáu forledrar mínir að mér var virkilega alvara með þessu öllu. Þannig að þetta kom með blóðinu og umhverfinu,“ segir Hera.

Auglýsing

„Afi minn Oddur Björnsson var leikskáld og seinna þegar ég kynntist almennilega verkum hans sá ég ákveðin element sem voru líka í því sem ég skrifaði sem unglingur. Auðvitað ekki af sama standard en hugmyndir af líkum toga. Mér fannst það mjög skemmtilegt og fór þá að velta fyrir mér hvað er þér kennt, hvað sérðu upp á eigin spýtur, hvað er í umhverfinu án þess að þú fattir það og hvað er í blóðinu. En afi skrifaði absúrdverk og þessi absúrdleiki er í raun lífið, það er svo absúrd. Að setja það í einhverjar skorður er ekki rökrétt því lífið er ekki línulaga.“

 

Texti: Ragnheiður Linnet
Myndir: Hallur Karlsson

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram