Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun!

Í hádeginu á morgun taka í gildi hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram á blaðamannfundi í dag.

Fjöldatakmörk verða lækkuð niður í 100 manns, úr 500 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og verður skylda. Einnig verða breytingar á landamærunum.

Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda. Þarna er sérstaklega átt við almenningssamgöngur og farþegaferjur. Þá fá líkamræktarstöðvar tvo valkosti. Annars vegar að tryggja sótthreinsun á milli notenda eða hreinlega gera hlé á starfssemi sinni.

Eins og fyrr segir taka þessar aðgerðir gildi í hádeginu á morgun, föstudag, og verða í gildi í tvær vikur.

Auglýsing

læk

Instagram