Hlegið að systrunum Kim og Kendall á Emmy verðlaununum

Auglýsing

Systurnar Kim Kardashian og Kendall Jenner veittu verðlaun á Emmy hátíðinni sem fram fór síðustu nótt.

„Fjölskyldan okkar veit það frá fyrstu hendi að besta sjónvarpsefnið kemur frá alvöru fólki, sem er það sjálft og segir sögu sína án filters og handrits.“ sagði Kim á sviðinu.

Salurinn sprakk úr hlátri enda er þátturinn þeirra, Keeping Up With The Kardashians, ekki beint sagður án filters eða handrits. Jenner og Kardashian héldu andlitinu og héldu kynningunni áfram en Twitter logaði eftir atvikið sem þótti fremur vandræðalegt.

Einn Twitter notandi skrifaði:„Var salurinn að hlæja að Kim Kardashian? Ég held að hún hafi ekki verið að segja brandara.“

Auglýsing

Annar skrifaði:„Úpps. Það voru hlátrasköll í salnum þegar Kim Kardashian var að kynna. Hlógu að henni, ekki með henni. Þetta var óþægilegt.”

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram