Hljómsveitin Skítamórall ásamt Birgittu Haukdal í Hörpu í kvöld

Skítamórall stendur fyrir föstudagspartýi í Hörpu í kvöld þar sem þeir koma fram í beinni útsendingu frá Eldborgarsalnum. Tónleikarnir verða sýndir á RÚV 2, Rás 2 og RÚV.is og hefjast þeir kl. 21:10.

„Birgitta Haukdal lítur við og tekur tvö lög í kvöld sem og leynigestur sem enginn sannur aðdáandi hljómsveitarinnar skildi láta framhjá sér fara,“ skrifaði söngvarinn Einar Ágúst á Twitter í dag.

Sveitin fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli. Planið var að fagna tímamótunum með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 9. maí en þeim hefur nú verið seinkað til 16.júní. Strákarnir gáfu einnig á dögunum út nýtt lag og myndband. Lagið ber nafnið ‘Aldrei Ein’ og er þetta fyrsta lagið frá sveitinni í 10 ár.

Auglýsing

læk

Instagram