Iceland Airwaves kynnir: Björk Orkestral – Live from Reykjavík

Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá.

Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk fráÍslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst.

Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri.

Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu.

Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10. Fimm svæði verða í boði og er miðaverð frá 4.990 kr. Sama miðaverð er á alla tónleikana.

Sunnudagur 9. ágúst kl. 17:00
Björk
og Hamrahlíðarkórinn
stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson – Orgel

Laugardagur 15. ágúst kl. 17:00
Björk
og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitar Íslands
stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason

Sunnudagur 23. áugust kl. 17:00
Björk
og blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Flautuseptetinn Viibra
Katie Buckley og Jónas Sen – Harpa

 

– Miðasala hefst 3. júlí kl. 10
– Póstlistaforsala Iceland Airwaves hefst 2. júlí kl. 10
– Fimm verðsvæði í boði, miðaverð frá 4.990 kr.

Auglýsing

læk

Instagram