Jimmy Carr frestað til mars 2022

Uppistandið með Jimmy Carr sem átti að koma til Íslands 2. og 3. september 2021 hefur nú verið frestað til 9. og 10 mars. 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana.

 

Miðar á viðburðinn gilda sjálfkrafa áfram á nýju dagsetninguna og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Þeir hafa nú þegar verið látnir vita. Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu fyrir 10. september með því að senda beiðni á info@tix.is.

Aðeins örfáir miðar eru eftir á báðar sýningar.

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting kann að valda en um leið þökkum við fyrirfram fyrir þolinmæði og skilning,“ segir í tilkynningu.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Senalive.is

Auglýsing

læk

Instagram